Samningur Leroy Sane hjá Bayern rennur út í sumar og eru mörg lið sem hafa sýnt honum áhuga.
Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því að Galatasaray hafi haft samband við umboðsmann þýska sóknarmannsins og vilji funda með honum.
Ljóst er að Galatasaray muni fá mikla samkeppni en lið á borð við Man Utd og Arsenal hafa verið orðuð við leikmanninn.
Sane lék með Man City áður en hann gekk til liðs við Bayern árið 2020.
„Ég fylgist enn með ensku úrvalsdeildinni og horfi á leiki í sjónvarpinu. En fyrir mig er mikilvægast að vera hjá félagi þar sem ég get verið upp á mitt besta, þróast og unnið titla."
„Ég hef það hjá Bayern," sagði Sane um áhugann frá Englandi en hann sagðist þá enn fremur vera í viðræðum við Bayern.
Athugasemdir