Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 14:16
Elvar Geir Magnússon
Lengjudeildin hefst með leik Þórs og HK á Akureyri
Lengjudeildin
Þór og HK mætast í fyrstu umferð.
Þór og HK mætast í fyrstu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Keppni Lengjudeildanna hefst í byrjun maí. Keppni kvenna lýkur fimmtudaginn 4. september. Keppni karla lýkur laugardaginn 27. september með úrslitaleik á Laugardalsvelli um laust sæti í Bestu deild karla að ári.

Lengjudeild karla fer í gang á Akureyri þar sem Þór tekur á móti HK sem féll úr Bestu deildinni í fyrra. Umferðinni lýkur svo með leik ÍR og nýliða Völsungs frá Húsavík.

Svona verður 1. umferðin í Lengjudeild karla:
Þór - HK, föstudaginn 2. maí
Fjölnir - Keflavík, föstudaginn 2. maí
Þróttur - Leiknir, föstudaginn 2. maí
Selfoss - Grindavík, föstudaginn 2. maí
Njarðvík - Fylkir, föstudaginn 2. maí
ÍR - Völsungur, laugardaginn 3. maí

Drögin í Lengjudeild karla

Svona verður 1. umferðin í Lengjudeild kvenna:
Grindavík/Njarðvík - ÍBV, laugardaginn 3. maí
Grótta - HK, laugardaginn 3. maí
Haukar - Keflavík, laugardaginn 3. maí
Afturelding - KR, laugardaginn 3. maí
Fylkir - ÍA, laugardaginn 3. maí

Drögin í Lengjudeild kvenna
Athugasemdir
banner
banner
banner