Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rashford hafnaði þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Marcus Rashford, framherji Man Utd, hafnaði tilboðum frá Sádi-Arabíu en þetta kemur fram á Telegraph Sport.

Rashford hefur tjáð sig um að vilja fá nýja áskorun og Man Utd er tilbúið að leyfa honum að fara fyrir rétt verð en það er talið ólíklegt að hann yfirgefi félagið í janúar.

Telegraph segir að hann hafi fengið samningstilboð upp á 35 milljónir punda á ári en hann vilji fara til félags í stærri deild til að eiga möguleika á að komast í enska landsliðshópinn.

Þá segir Telegraph að hann muni ekki endurnýja kynnin sín við Jose Mourinho sem er stjóri Fenerbahce í Tyrklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner