Ianis Hagi, Robin Pröpper og Danilo skoruðu mörkin þegar Rangers vann 3-0 sigur gegn Celtic í Glasgow slagnum í skosku úrvalsdeildinni í dag.
Celtic er þó enn í virkilega góðum málum á toppnum en liðið er með ellefu stiga forystu á Rangers, sem er í öðru sæti, eftir úrslit dagsins.
Celtic er þó enn í virkilega góðum málum á toppnum en liðið er með ellefu stiga forystu á Rangers, sem er í öðru sæti, eftir úrslit dagsins.
Rangers var miklu betra liðið í leiknum og hefði getað skorað fleiri mörk, þeir áttu meðal annars skot í slá og stöng. Á meðan var lið Celtic hugmyndasnautt í sóknaraðgerðum sínum og tapaði boltanum á kæruleysislegan hátt trekk í trekk.
Rangers fékk draumabyrjun þegar Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði með skoti fyrir utan teig sem kom Kasper Schmeichel, markverði Celtic, í opna skjöldu.
Japanski landsliðsmaðurinn Kyogo Furuhashi í Celtic náði að koma boltanum í markið í seinni hálfleik en dæmd var rangstaða. Hollenski miðvörðurinn Pröpper tvöfaldaði síðan forystu Rangers þegar hann var mættur við fjærstöngina eftir hornspyrnu.
Brasilíski sóknarmaðurinn Danilo, sem kom af bekknum, innsiglaði sigur Rangers með viðstöðulausi skoti úr teignum á 81. mínútu. Stuðningsmenn Rangers fögnuðu hressilega þegar flautað var til leiksloka. Þó liðið sé langt á eftir Celtic á töflunni þá gefur það fólki mikið að vinna erkifjendurna.
Athugasemdir