Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid íhugar að gera aðra tilraun til að kaupa Trent
Mynd: EPA
Florentino Perez vill opna veskið og kaupa Trent
Florentino Perez vill opna veskið og kaupa Trent
Mynd: EPA
Spænska félagið Real Madrid er alvarlega að íhuga að gera aðra tilraun til að kaupa Trent Alexander-Arnold, leikmann LIverpool á Englandi en þetta segir hinn afar áreiðanlegi Paul Joyce hjá Times.

Real Madrid hafði samband við Liverpool fyrir áramót í von um að geta fest kaup á varnarmanninum en Liverpool hafnaði tilraun spænska félagsins sem var reiðubúið að greiða milli 15-20 milljónir punda.

Trent er 26 ára gamall og verður samningslaus eftir tímabilið, en það eru taldar meiri líkur en minni á að hann gangi frítt í raðir Madrídinga eftir tímabilið.

Þó leikmaðurinn hafi sjálfur ekki tjáð sig um framtíðina þá eru spænskir fjölmiðlar fullvissir um að hann verði leikmaður Real Madrid í sumar.

Meiðsli hafa herjað á varnarlínu Real Madrid á þessu tímabili og er Dani Carvajal, hægri bakvörður liðsins, frá út leiktíðina og því mikil þörf á styrkingu í þeirri stöðu.

Þess vegna ákvað Real Madrid að reyna kaupa Trent í þessum glugga fyrir hálfgert tombóluverð en Liverpool hefur ekki áhuga á að selja hann í miðri titilbaráttu.

Blaðamaðurinn Paul Joyce, sem er sá allra áreiðanlegasti þegar það kemur að fréttum um Liverpool, segir nú að Real Madrid sé alvarlega að íhuga að gera aðra tilraun með því að leggja fram fast tilboð og sjá hvort Liverpool er tilbúið að setjast að samningaborði.

Allt virðist þetta mjög undarlegt hjá Real Madrid. Samkvæmt ensku miðlunum hefur Trent ekki gefið neinar vísbendingar um að hann vilji fara og er hann þá áfram í viðræðum við Liverpool um nýjan samning.

Jamie Carragher hjá Sky Sports heldur því fram að Trent og föruneyti hans hafi farið fram á við Real Madrid að félagið myndi leggja fram tilboð í hann, svo hann liti ekki illa út ef hann ákveður síðan að fara frítt í sumar.

Eins og Trent hefur sjálfur komið inn á þá mun hann ekki ræða samningamálin í fjölmiðlum og vill ekki að allt þetta muni fara fram þar, en það er orðið heldur seint fyrir það.

Svo er annar vinkill og hann er sá að Lucas Vazquez hefur verið hrikalega ósannfærandi í hægri bakverðinum og er möguleg örvænting farin að grípa um sig hjá Madrídarliðinu. Real Madrid hefur verið að spila undir getu á þessu tímabili og gæti leikmaður eins og Trent breytt dýnamíkinni.
Athugasemdir
banner
banner