Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliðanum bolað burt - „Við erum að vinna í því að selja hann“
Mynd: EPA
Danilo, fyrirliði Juventus á Ítalíu, er ekki lengur í myndinni hjá félaginu sem vinnur nú hörðum höndum að því að losa sig við leikmanninn.

Brasilíumaðurinn hefur verið á mála hjá Juventus frá 2019 og verið fyrirliði þess síðan Giorgio Chiellini yfirgaf félagið fyrir rúmum tveimur árum síðan.

Hann hefur spilað yfir 200 leiki fyrir Juventus á þessum tíma og kemur því verulega á óvart að Juventus skuli koma svona fram við leikmann sem hefur reynst liðinu mikilvægur, svo mikilvægur að hann var gerður að fyrirliða.

Samkvæmt Fabrizio Romano er Danilo ekki lengur í áætlunum Thiago Motta og félagsins og hefur nú íþróttastjóri félagsins staðfest að það sé að reyna að losa sig við hann.

„Við erum að vinna í því að selja Danilo í þessum mánuði. Það er planið. Við erum að reyna finna bestu lausnina fyrir Juventus og leikmanninn,“ sagði Cristiano Giuntoli, íþróttastjóri Juventus í viðtali við ítalska miðla.

Samkvæmt miðlunum á Ítalíu er líklegast að hann fari til Antonio Conte og félaga í Napoli en Sádi-Arabía kemur einnig til greina.
Athugasemdir
banner
banner
banner