Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Lopetegui: Félagið veit hvað við þurfum og er að vinna að styrkingu
Mynd: EPA
Julen Lopetegui stjóri West Ham segir að félagið sé að vinna að því að styrkja liðið nú í janúarglugganum. Hann vildi þó ekki gefa mikið upp þegar hann ræddi um gluggann á fréttamannafundi í dag.

„Við höfum misst tvo mikilvæga sóknarmenn í meiðsli, Michail Antonio og Jarrod Bowen. Félagið veit hvað við þurfum og er að vinna að styrkingu. Við þurfum að einbeita okkur að næsta leik, því hann er mjög krefjandi," segir Lopetegui.

„Ég er að einbeita mér að komandi leikjum og mun ekki ræða um markaðinn. Leikmenn sem eru ekki hérna eru ekki að fara að hjálpa okkur á laugardaginn."

West Ham er í þrettánda sæti og heimsækir meistara Manchester City á laugardaginn.

Markvörðurinn Lukasz Fabianski fékk höfuðhögg um jólatörnina og er ekki klár í slaginn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 19 7 8 4 28 25 +3 29
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 19 3 6 10 18 33 -15 15
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner
banner