Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Verður tiltækur í febrúar
Mynd: Manchester City
Argentínski miðjumaðurinn Claudio Echeverri verður klár í slaginn með Manchester City í næsta mánuði.

Þessi 19 ára gamli leikmaður var keyptur til Man City í janúar á síðasta ári en lánaður strax aftur til River Plate.

Lánssamningur hans við River Plate rann út um áramótin og er hann því formlega genginn í raðir Man City.

Hann mun hins vegar ekki spila næstu vikur með liðinu þar sem hann er á leið á Suður-Ameríkumótið hjá U20 ára landsliðum, en samkvæmt Fabrizio Romano verður hann tiltækur fyrir liðsval um miðjan febrúar.

Guardian var með Echeverri á lista yfir bestu leikmenn heims sem fæddir eru 2006 og Man City því að fá gríðarlega öflugan mann í hópinn fyrir átökin í seinni hlutanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner