Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fös 03. janúar 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gift Orban til Hoffenheim (Staðfest) - Fór illa með Blika
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gift Orban er genginn til liðs við Hoffenheim frá Lyon en þýska félagið borgar 12 milljónir evra fyrir hann.

Orban skrifaði undir samning sem gildir út árið 2029.

Þessi 22 ára gamli nígeríski framherji gekk til liðs við Lyon frá Gent fyrir ári síðan en hann skoraði aðeins 5 mörk í 21 leik fyrir franska félagið.

Hann gerði Blikum lífið leitt í búningi Gent en hann skoraði fjögur mörk gegn Kópavogsliðinu í tveimur leikjum í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Athugasemdir
banner
banner
banner