Hópur stuðningsmanna Barcelona hefur krafist þess að Joan Laporta, forseti félagsins, segi af sér vegna vandræða sem snúa að Dani Olmo og Pau Victor, leikmanna liðsins.
Að svo stöddu geta þeir ekki tekið þátt í deildarleikjum liðsins þar sem félagið má ekki skrá þá í hópinn vegna fjárhagsreglna deildarinnar.
Olmo gekk til liðs við Barcelona í sumar fyrir 60 milljónir evra frá RB Leipzig og Pau Victor 2.5 milljón evra frá Girona.
Þeir gátu spilað fyrir áramót vegna meiðslavandræða hjá félaginu en geta ekki spilað eftir áramót. Málið fór fyrir dóm en Barcelona tapaði því.
„La Liga upplýsir að frá og með deginum í dag, 31. desember, hefur FC Barcelona ekki lagt fram neinn valkost sem, í samræmi við reglugerðir La Liga um efnahagseftirlit, myndi leyfa því að skrá hvaða leikmann sem er frá og með 2. janúar næstkomandi,“ segir í yfirlýsingu um málið.
Athugasemdir