Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fös 03. janúar 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vilja að keppni verði hætt ef Olmo fær leikheimild
Mynd: EPA
Nokkur félög í spænsku deildinni hafa haft samband við La Liga og tilkynnt að þau munu fara fyrir dómstóla ef deildin samþykkir að skrá Dani Olmo og Pau Victor í hópinn hjá Barcelona.

Það hefur verið mikil dramatík í kringum þetta mál undanfarna daga en Barcelona fékk undanþágu fyrri hluta tímabilsins að skrá þá en sú undanþága er runnin út.

Barcelona hefur reynt ýmislegt til að láta þetta ganga upp en ekkert gengur. Það hafa þó komið einhverjar fréttir um að þetta gæti gengið í gegn í dag.

Spænsku félögin krefjast þess að keppni í spænsku deildinni verði hætt á þessu tímabili ef Barcelona fær að skrá leikmennina.
Athugasemdir
banner
banner
banner