Þrjú félög í Sádi-Arabíu eru að sýna Kyle Walker, bakverði Manchester City, áhuga.
Þar á meðal er Al-Nassr, félagið sem Cristiano Ronaldo spilar fyrir.
Þar á meðal er Al-Nassr, félagið sem Cristiano Ronaldo spilar fyrir.
Walker hefur átt afskaplega erfitt tímabil með Man City og virðist einfaldlega vera kominn yfir hæðina, ef svo má segja. Frammistaða hans hefur verið afar slök.
En það verður ekki tekið af Walker að hann er einn besti hægri bakvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og mögulega sá besti.
Samkvæmt Sun þá hafa Al-Nassr, Al-Ahli og Al-Ittihad öll áhuga á að fá Walker annað hvort í janúar eða í sumar.
Næsti áfangastaður fyrir hinn 34 ára gamla Walker gæti verið Sádi-Arabía.
Athugasemdir