Hinn 18 ára gamli Alejo Sarco er genginn til liðs við Leverkusen frá Velez í Argentínu.
Þessi argentíski framherji gerir samning við Leverkusen til ársins 2029.
Hann lék níu leiki með aðalliði Velez á síðustu leiktíð, skoraði eitt og lagði upp annað mark. Samningur hans rann út og gekk hann því til liðs við Leverkusen á frjálsri sölu.
„Hann er tæknilega góður leikmaður, fljótur, lipur og ákveðinn í tæklingum. Með þessa hæfni í að klára færin fullkomnar hann hinn fullkomna nútíma framherja. Alejo á spennandi feril framundan," sagði Simon Rolfes, yfirmaður fótboltamála hjá Leverkusen.
Athugasemdir