Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 20:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri Sigurjóns heim í Þór (Staðfest)
Lengjudeildin
Orri er kominn aftur í rautt og hvítt
Orri er kominn aftur í rautt og hvítt
Mynd: Raggi Óla
Orri Sigurjónsson hefur skrifað undir samning við Þór og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar.

Orri kemur frá Fram þar sem hann var í tvö ár en hann er uppalinn hjá Þór þar sem hann spilaði allan sinn feril áður en hann gekk til liðs við Fram.

Orri er þrítugur en hann lék 21 leik með Fram í Bestu deildinni. Hann hefur leikið 253 leiki í meistaraflokki. Hann var valinn besti leikmaður Þórs sumarið 2022 áður en hann gekk til liðs við Fram sumarið eftir.

Hann hóf meistaraflokksferil sinn árið 2012 en hann lék lengst af í næst efstu deild með Þór en á 17 leiki að baki í efstu deild með félaginu.

Komnir
Ibrahima Balde frá Vestra
Franko Lalic frá Dalvík/Reyni
Juan Guardia frá Völsungi
Víðir Jökull Valdimarsson frá KH
Jón Jökull Hjaltason frá Þrótti Vogum (var á láni)
Pétur Orri Arnarson frá Kormáki/Hvöt (var á láni)

Farnir
Aron Einar Gunnarsson til Katar
Birkir Heimisson í Val
Marc Sörensen
Aron Kristófer Lárusson
Alexander Már Þorláksson
Árni Elvar Árnason

Samningslausir
Bjarki Þór Viðarsson (1997)
Athugasemdir
banner
banner
banner