Gian Piero Gasperini, stjóri Atalanta, var brjálaður eftir tap liðsins gegn Inter í undanúrslitum í ítalska Ofurbikarnum í kvöld.
Denzel Dumfries skoraði bæði mörk Inter í 2-0 sigri en Gasperini vildi meina að bæði mörkin hafi verið ólögleg. Þá skoraði Atalanta mark undir lokin en markið var dæmt af vegna rangstöðu en atvikið var tæpt og skoðað lengi í VAR.
„Það er ekki auðvelt að skapa færi gegn Inter en leikurinn breyttist við þetta fáránlega mark úr horni sem átti aldrei að dæma," sagði Gasperini.
„Þetta var ekki horn, Stefan de Vrij var ranstæður og hann stóð fyrir framan markmanninn plús það var braut Dumfries augljóslega á Giorgio Scalvini með því að hrinda honum með báðum höndum."
„Þarna var Ítalía með slæma útgáfu af VAR, eyddu sjö mínútum í að finna ranstöðuna á Charles De Keeteelaere en gerðu ekkert í þessum þremur augljósu atriðum," sagði Gasperini að lokum.
Sjáðu fyrra mark Dumfries
Sjáðu seinna mark Dumfries
AC Milan og Juventus mætast í seinni undanúrslitaleiknum á morgun.
Alasan kenapa gol Atalanta dianulir wasit setelah cek VAR. Kaki De Ketelare offside bung ???? pic.twitter.com/eX4dXOVpAJ
— Inter Story ?? (@intermilanstory) January 2, 2025
Athugasemdir