Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Benfica sendir Kabore aftur til Man City
Mynd: EPA
Portúgalska félagið Benfica hefur rift lánssamningi hægri bakvarðarins Issa Kabore og snýr hann því aftur til Englandsmeistara Manchester City.

Kabore er 23 ára gamall og verið á mála hjá Man City frá 2020 en ekki enn spilað leik fyrir félagið.

Síðustu þrjú tímabil hefur hann spilað með Marseille, Luton og Benfica á láni.

Tímabilið 2022-2023 spilaði hann 29 leiki með Marseille, sem er eitt besta lið Frakklands, og síðan 26 leiki með Luton í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Hann var lánaður til Benfica fyrir þetta tímabil en spilaði aðeins sjö leiki og hefur nú verið sendur aftur til Man City.

Það gæti vel farið svo að hann verði hjá City út tímabilið, sérstaklega þegar liðið hefur verið í miklu basli með að halda varnarmönnum heilum og þá hefur Kyle Walker alls ekki þótt sannfærandi í hægri bakvarðarstöðunni.

Kabore á 44 landsleiki með Búrkína Fasó og var meðal annars valinn besti ungi leikmaður Afríkukeppninnar árið 2022 er þjóðin komst alla leið í undanúrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner