Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 16:56
Elvar Geir Magnússon
Leicester gæti verið ákært aftur fyrir brot á fjárhagsreglum
King Power völlurinn í Leicester.
King Power völlurinn í Leicester.
Mynd: Getty Images
Þann 13. janúar mun Leicester City fá að vita hvort félagið verði ákært fyrir brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni.

Fyrr á þessu tímabili var Leicester ákært fyrir brot en slapp við refsingu þar sem óháð nefnd taldi að uppgjörstímabili Leicester eftir að félagið féll úr úrvalsdeildinni 2023 hafi verið lokið.

Stig voru dregin af Everton og Nottingham Forest á síðasta tímabili og það yrði þungt fyrir Leicester að fá svipaða refsingu en liðið er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.

Leicester segist telja að félagið muni aftur sleppa við refsingu en eyðsla félagsins síðustu ár er til skoðunar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 19 7 8 4 28 25 +3 29
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 19 3 6 10 18 33 -15 15
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner