Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 09:16
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu hvernig Stjarnan kvaddi sinn dáðasta son
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þann 26. október 2024 lagði Daníel Laxdal skóna á hilluna en hann er svo sannarlega lifandi goðsögn hjá Stjörnunni.

Eftir 3-2 sigur gegn FH í lokaumferðinni var sýnt myndband til að kveðja Daníel og deildi félagið þessu myndbandi á samfélagsmiðlum sínum á lokadegi ársins. Hægt er að sjá myndbandið hér að neðan:

Af Facebook svæði Stjörnunnar:
Daníel Laxdal lagði skónna frægu á hilluna þann 26. október 2024 eftir að hafa leikið 530 skráða keppnisleiki fyrir félagið ásamt fjölda æfingaleikja sem ekki eru taldir með. Í þessum leikjum hefur Daníel skorað 17 mörk. Af þessum 530 leikjum þá eru 24 af þeim í Evrópukeppni. Í þeim 506 leikjum sem eru hérlendis vann liðið 228 leiki, gerði 126 jafntefli og tapaði 152 leikjum.
Daníel var stór hluti af 2014 liðinu sem fór taplaust í gegnum deildina sem varð til þess að Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í sögu félagsins í sögulegum leik gegn FH í Kaplakrika fyrir framan 6.450 manns í grenjandi rigningu. Leikurinn þann 4. október 2014 endaði 1-2 fyrir Stjörnuna.

Árið 2018 varð Daníel svo bikarmeistari með Stjörnunni, í fyrsta skipti í sögu félagsins þegar liðið lagði Breiðablik á Laugardalsvelli þann 15. september 2018. Leikurinn fór 0-0 og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem Stjarnan hafði betur 4-1.

Daníel Laxdal lék í treyju númer 9 öll sín ár í meistaraflokki og mun treyjan sem hann lék sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna í, gegn FH þann 26. október 2024 hanga í Stjörnuheimilinu strax á nýju ári. Leikur númer 530.


Rólegi stríðsmaðurinn sem aldrei vék frá Stjörnunni
Athugasemdir
banner
banner