Manchester City er með Abdukodir Khusanov, varnarmann Lens, undir smásjá samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.
Þessi tvítug miðvörður hefur komið við sögu í 13 leikjum með Lens á þessu tímabili. Hann er landsliðsmaður Úsbekistan en hann á 18 landsleiki að baki.
Man City hefur verið í miklum vandræðum á þessu tímabili og búast má við að það komi ný andlit inn strax í janúar.
Khusanov hefur einnig verið orðaður við Newcastle, Tottenham Hotspur, Leicester City og Wolves.
Athugasemdir