Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
Arnar Viðars: Andri mun sýna hvers hann er megnugur
Andri Lucas í leik með Gent.
Andri Lucas í leik með Gent.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðssóknarmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen hefur ekki náð að standa undir væntingum hingað til hjá belgíska liðinu Gent, síðan hann var keyptur frá Lyngby í Danmörku.

Andri er með þrjú mörk og eina stoðsedingu í sautján leikjum í belgísku úrvalsdeildinni og hefur fengið gagnrýni í fjölmiðlum.

„Það truflar mig ekki að kaupin á Andra séu tengd mér en það gæti pirrað hann," segir Arnar Þór Viðarsson sem er íþróttastjóri Gent. Hann kemur Andra til varnar.

„Ég veit hversu góður hann er, og hversu góður hann getur orðið. Hann hefur ekki náð að sýna það enn hvers hann er megnugur, en hann mun gera það. Það er ekki hægt að ganga að neinu vísu en það borgar sig ekki að dæma of snemma."

Arnar nefnir sem dæmi þýska sóknarmanninn Tim Kleindienst sem fékk mikla gagnrýni hjá Gent en er í dag að skila mörkum fyrir Borussia Mönchengladbach í þýsku Bundesligunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner