Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Inter og Atalanta mætast í ítalska Ofurbikarnum í Ríad
Calhanoglu og Lautaro.
Calhanoglu og Lautaro.
Mynd: EPA
Ítalíumeistarar Inter mæta Atalanta í undanúrslitum ítalska Ofurbikarsins í kvöld klukkan 19. Keppnin er spiluð í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu.

Annað kvöld leika bikarmeistarar Juventus gegn AC Milan og munu sigurliðin svo mætast í úrslitum á mánudagskvöld.

Ítalskir fjölmiðlar búast við sama byrjunarliði hjá Inter og mætti Cagliari í síðasta deildarleik en varnarmennirnir Francesco Acerbi og Benjamin Pavard eru enn á meiðslalistanum.

Líklegt byrjunarlið Inter (3-5-2): Sommer; Bisseck, De Vrij, Bastoni; Dumfries, Barella, Calhanoglu, Mkhitaryan, Dimarco; Thuram, Lautaro.

Líklegt byrjunarlið Atalanta (3-4-3): Carnesecchi; Kossonou, Hien, Kolasinac; Bellanova, Ederson, De Roon, Zappacosta; De Ketelaere, Lookman, Zaniolo.
Athugasemdir
banner
banner
banner