Umar Sadiq, framherji Real Sociedad, er á leið til Valencia samkvæmt heimildum spænska miðilsins Mundo Deportivo.
Sadiq hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Sociedad á tímabilinu en hann hefur tvisvar sinnum verið í byrjunarliðinu og komið fimm sinnum inn á sem varamaður.
Hann gekk til liðs við Sociedad frá Almeria sumarið 2022 en sleit krossband fljótlega eftir félagaskiptin. Hann hefur ekki náð sér á strik síðan þá.
Hann mun gangast undir ítarlega læknaskoðun hjá Valencia áður en félagið tekur lokaákvörðun en ef allt gengur vel mun hann fara á lán út tímabilið.
Íslenski landsliðssóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson er hjá Sociedad og brotthvarf Sadiq gæti gefið honum möguleika á meiri spiltíma.
Athugasemdir