Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Aston Villa í viðræðum um Malen
Donyell Malen.
Donyell Malen.
Mynd: EPA
Aston Villa vill kaupa hollenska sóknarmanninn Donyell Malen og er í viðræðum við þýska félagið Borussia Dortmund.

Mail Sport segir að Dortmund sé með 25 milljóna punda verðmiða á Malen og hafi hafnað fyrsta tilboði frá Villa, sem hljóðaði upp á 15 milljónir auk bónusa.

Malen er 25 ára og getur spilað allar fremstu stöðurnar, hans uppáhalds staða er á hægri vængnum. Hann á átján mánuði eftir af samningi sínum á Westfalenstadion.

Leikmaðurinn var í akademíum Ajax og Arsenal áður en hann fór til PSV Eindhoven. Hann hefur verið í Dortmund síðan 2021.

Hann er hollenskur landsliðsmaður og hefur skorað fimm mörk á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner