Plymouth hefur ákveðið að hætta við að gera heimildarmynd um baráttuna sína í Championship deildinni eftir að Wayne Rooney sagði upp störfum á dögunum.
Tökum var hætt í síðasta mánuði eftir að það fór að halla verulega undan fæti innan vallar sem varð svo til þess að Rooney sagði af sér á endanum.
Plymouth skrifaði undir samþykki um að gera þessa heimildarmynd en henni var aðallega stýrt af Rooney og hans ráðgjöfum. Rooney þekkir til framleiðslufyrirtækisins Lorton Entertainment en það framleiddi þáttinn Rooney sem var sýndur á Amazon Prime Video fyrir þremur árum.
Plymouth hafði gert sér vonir um að geta aukið kynningu sína á heimsvísu með því að selja heimildarmyndina til streymisþjónustu á borð við Amazon eða Netflix, en ákvað í núverandi 10 leikja sigurlausu hlaupi þeirra að hún væri í hættu á að verða truflun. Eftir að tökur á Harpers Park æfingasvæði félagsins hófust í október, fékk myndatökulið Lorton aðgang að aðeins tveimur leikjum í Championship deildinni áður en þeim var sagt að draga sig í hlé.
Athugasemdir