Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Ekkert félag haft samband vegna Calvert-Lewin
Mynd: EPA
Sean Dyche, stjóri Everton, segir ekkert til í sögusögnum um að sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin sé á leið til ítalska félagsins Atalanta.

„Það er ekkert til í þessu slúðri. Það hefur ekkert félag haft samband vegna Calvert-Lewin," sagði Dyche á fréttamannafundi í dag. Hann var þá spurður hvort hann yrði seldur ef það kæmi tilboð?

„Það yrði væntanlega skoðað en það er enginn tilgangur í því að ræða þetta, það hefur enginn haft samband."

Calvert-Lewin er 27 ára og hefur skorað tvö mörk í átján úrvalsdeildarleikjum á þessu tímabili. Samningur hans við Everton rennur út í sumar.

Everton, sem er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, mætir Bournmeouth á laugardaginn. Tim Iroegbunam, James Garner, Dwight McNeil og Seamus Coleman eru á meiðslalista Everton.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 19 7 8 4 28 25 +3 29
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 19 3 6 10 18 33 -15 15
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner