Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmaður Celtic fékk pening í höfuðið - Hefði getað farið mjög illa
Mynd: EPA
Arne Engels, leikmaður Celtic, var heppinn að ekki fór verr þegar hann fékk pening í höfuðið þegar liðið tapaði gegn Rangers í erkifjendaslag í Skotlandi í dag.

Engels kom inn á sem varamaður þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Þegar hann var að gera sig tilbúinn til að taka hornspyrnu féll hann í jörðina þegar peningur flaug úr stúkunni og fór í höfuðið á honum.

Brendan Rogers, stjóri Celtic, staðfesti eftir leikinn að það væri í lagi með leikmanninn en hann hafi verið heppinn þar sem það munaði ekki miklu á því að peningurinn hafi hafnað í auganu á honum.

Ranges hefur fordæmt atvikið harðlega. Þá tjáði Alistair Johnston, leikmaður Celtic, sig um atvikið.

„Það eru manneskjur hérna, synir einhverra, svo við skulum forðast það að kasta hlutum í höfuðið á mönnum," sagði Johnston.

Rangers vann leikinn 3-0 en Celtic er samt sem áður með 11 stiga forystu á toppnum. Rangers gæti átt yfir höfði sér refsingu vegna atviksins en félagið ætlar að aðstoða lögreglu í rannsókn málsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner