Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 09:53
Elvar Geir Magnússon
Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen
Powerade
Framtíð Marcus Rashford er mikið í umræðunni.
Framtíð Marcus Rashford er mikið í umræðunni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Olmo í ensku úrvalsdeildina?
Olmo í ensku úrvalsdeildina?
Mynd: Getty Images
Arsenal vill Nico Williams.
Arsenal vill Nico Williams.
Mynd: Getty Images
Real Madrid fylgist með Huijsen.
Real Madrid fylgist með Huijsen.
Mynd: EPA
Janúarglugginn er galopinn og það er áhugaverð helgi framundan í ensku úrvalsdeildinni, þar sem Liverpool mætir Manchester United á sunnudag. En hér er slúðurpakki dagsins.

Marcus Rashford (27) vill helst fara til Barcelona en fjárhagsstaða félagsins gerir það að verkum að ólíklegt er að sá draumur hans rætist. (TalkSport)

Manchester United gæti notað Rashford til að reyna að gera skiptisamning við Napoli og fá nígeríska framherjann Victor Osimhen (26). (Sun)

Rashford hefur hafnað þremur stórum tilboðum frá Sádi-Arabíu. Borussia Dortmund og Paris St-Germain sýna leikmanninum áhuga. (Mail/TeamTalk)

United gæti virkjað 25 milljóna punda endurkaupaákvæði í samningi spænska vængbakvarðarins Alvaro Carreras (21) sem félagið seldi til Benfica í maí. (Star)

Sádi-arabísku félögin Al-Nassr, Al-Ahli og Al-Ittihad vilja öll fá Kyle Walker (34) frá Manchester City. (Sun)

Aston Villa er í viðræðum við Borussia Dortmund um möguleg kaup á hollenska sóknarmanninum Donyell Malen (25) sem þýska félagið metur á 25 milljónir punda. (Mail)

Liverpool og Manchester City gætu gert Dani Olmo (26) tilboð í janúar eftir að Barcelona mistókst að skrá spænska miðjumanninn. (Sky Sports Þýskalandi)

Liverpool hefur ekkert heyrt í AC Milan þrátt fyrir fréttir á Ítalíu um að félagið gæti keypt úrúgvæska framherjann Darwin Nunez (25). (Mail)

Amad Diallo (22), framherji Fílabeinsstrandarinnarm er á barmi þess að skrifa undir framlengingu á samningi við Manchester United. (Express)

Arsenal er að spá í að kaupa Evan Ferguson (20) frá Brighton en mætir samkeppni frá Fulham og West Ham um írska framherjann. (TalkSport)

Nico Williams (22), framherji Athletic Bilbao, er líka skotmark Arsenal og enska úrvalsdeildarfélagið gæti virkjað 48 milljóna punda losunarákvæði spænska landsliðsmannsins. (Football Transfers)

Tottenham og Wolves hafa áhuga á enska varnarmanninum Ben Godfrey (26) sem hefur dottið út úr myndinni hjá Atalanta. (Rudy Galetti)

MLS félagið Charlotte FC er að nálgast samning um að fá Miguel Almiron (30)m framherja Newcastle og Paragvæ, fyrir 16 milljónir punda. (Sun)

Everton mun ekki taka tilboðum í írska varnarmanninn Jake O'Brien (23) í janúar. (Mirror)

Real Madrid er að fylgjast með hollenska miðverðinum Dean Huijsen (19) hjá Bournemouth og gæti gert tilboð í þessum mánuði. (Sun)

Juventus gæti reynt að fá vinstri bakvörðinn Tyrell Malacia (25) lánaðan frá Manchester United út tímabilið. (TuttoMercato)

Ipswich Town og Everton hafa áhuga á að fá Jaden Philogene (22), enskan kantmann Aston Villa, á láni. (Athletic)

Tottenham hefur aukinn áhuga á Sam Johnstone (31), markverði Wolves. (Mirror)

Tottenham gæti misst af danska vinstri bakverðinum Patrick Dorgu (20) þar sem Lecce hefur hækkað verðmiðann í meira en 30 milljónir punda. (GiveMeSport)

Fiorentina er að reyna að ná samkomulagi við Liverpool um kaup á ítalska kantmanninum Federico Chiesa (27) fyrir 5,8 milljónir punda. Fulltrúar leikmannsins munu ræða við stjórnarmenn Liverpool í þessum mánuði. (TuttoMercato)

Enski miðvörðurinn Fikayo Tomori (27) vill vera áfram hjá AC Milan þrátt fyrir áhuga Juventus. (Gazzetta dello Sport)

Manchester United er að leita leiða til að losa sig við brasilíska kantmanninn Antony (24) í janúar en Real Betis hefur áhuga á að fá hann lánaðan. (Caught Offside)

Tottenham, Leicester og Bayer Leverkusen eru að keppa um kaup á danska varnarmanninum Thomas Kristensen (22) frá Udinese. (Football Insider)

Leicester er meðal félaga sem íhuga að fá enska vinstri bakvörðinn Harry Amass (17) frá Manchester United. (Mail)

Sheffield United íhugar að sækja Ben Brereton Diaz (25) aftur frá Southampton eða Oli McBurnie (28) frá Las Palmas til að efla sóknarleik sinn og um leið vonir um að komst upp. (Sheffield Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner