Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, segist vilja snúa aftur í belgíska landsliðið eftir riflildi við Domenico Tedesco, landsliðsþjálfara Belgíu.
Courtois hefur ekki verið valinn í landsliðið síðan í ágúst þar sem hann tók þá ákvörðun að vilja ekki spila fyrir Tedesco eftir að þjálfarinn valdi markmanninn ekki sem fyrirliða liðsins.
Hann hefur nú tjáð sig í nýju viðtali um að vilja spila fyrir belgíska landsliðið á HM í Ameríku á næsta ári.
„Auðvitað vonast ég til að spila aftur, kveðja almennilega eða byrja spila aftur á fullu. Ég vil endilega spila á HM en við sjáum hvað gerist, þetta er ekki svo einfalt," sagði Courtois.
Athugasemdir