Norska félagið Bryne er sagt hafa áhuga á Róberti Orra Þorkelssyni, sem er án félags eftir að hafa yfirgefið Montreal í Kanada þegar samningur hans rann út.
Orri Rafn Sigurðarson fullyrðir þetta á X en Róbert Orri var lánaður til Kongsvinger í norsku B-deildinni á liðnu ári eftir að hafa lítið fengið að spila með Montreal.
Róbert Orri, sem er 22 ára gamall hafsent, sagði í viðtali við Fótbolta.net rétt fyrir jól að það væri sáralítill möguleiki á að hann myndi spila í Bestu deildinni á næsta tímabili, líklegast yrði hann áfram úti.
Bryne komst upp úr B-deildinni á liðnu tímabili í Noregi en félagið er þekktast fyrir að vera uppeldisfélag Erling Haaland, leikmanns Manchester City.
Orri Rafn Sigurðarson fullyrðir þetta á X en Róbert Orri var lánaður til Kongsvinger í norsku B-deildinni á liðnu ári eftir að hafa lítið fengið að spila með Montreal.
Róbert Orri, sem er 22 ára gamall hafsent, sagði í viðtali við Fótbolta.net rétt fyrir jól að það væri sáralítill möguleiki á að hann myndi spila í Bestu deildinni á næsta tímabili, líklegast yrði hann áfram úti.
Bryne komst upp úr B-deildinni á liðnu tímabili í Noregi en félagið er þekktast fyrir að vera uppeldisfélag Erling Haaland, leikmanns Manchester City.
Andri Fannar til Montreal?
Þó Róbert Orri sé búinn að yfirgefa Montreal gæti félagið þó fengið inn annan Íslending því miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson er orðaður við félagið.
Andri Fannar er 22 ára og hefur tvö síðustu ár spilað með Elfsborg í Svíþjóð á láni frá Bologna á Ítalíu. Hann hefur verið hjá Bologna síðan 2020 en einnig leikið á láni með FCK í Danmörku og NEC í Hollandi.
Kristján Óli Sigurðsson, umsjónarmaður Þungavigtarinnar, sagði á X að Andri Fannar væri á leið á lán til Montreal en félagið er í sömu eigu og Bologna. Eins og áður segir er Montreal í Kanada en spilar í bandarísku MLS-deildinni.
Norska liðið Bryne vilja fá Róbert Orra Þorkelsson.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) January 2, 2025
Róbert hefur verið orðaður við heimkomu (Breiðablik) en lítið hefur þróast í þeim málum.
Róbert er sagður vilja spila áfram erlendis og hafa nokkur lið sett sig í samband við teymið hans (samkvæmt heimildum) pic.twitter.com/JqRMMOqTHT
Andri Fannar Baldursson á leið til Montreal á láni. Sömu eigendur og á Bologna. #HeimavinnaHöfðingjans pic.twitter.com/SligX6KW8n
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) December 27, 2024
Athugasemdir