Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fös 03. janúar 2025 09:21
Elvar Geir Magnússon
Barnes snýr heim í Burnley (Staðfest) - Ætlar upp með liðinu í fjórða sinn
Barnes í leik með Burnley.
Barnes í leik með Burnley.
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn reynslumikli Ashley Barnes er kominn aftur til Burnley en hann skrifaði undir samning út tímabilið, eftir að hafa losað sig frá Norwich.

Eins og fjölmiðladeild Burnley er þekkt fyrir þá var Barnes kynntur með skemmtilegu myndbandi, sem sjá má hér að neðan.

Barnes er 35 ára og spilaði áður með Burnley 2014-2023 en þá skoraði hann 67 mörk í 293 leikjum. Burnley vonar að reynsla hans komi sér vel í baráttunni um að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Liðið er sem stendur í öðru sæti Championship.

Barnes hefur þrisvar farið upp í ensku úrvalsdeildina með Burnley og vonast til að gera það í fjórða sinn. Hjá Norwich skoraði hann sjö mörk í 49 leikjum en hann gekk í raðir félagsins 2023.

„Það er mögnuð tilfinning að vera kominn aftur heim!" segir Barnes sem gæti spilað í grannaslag gegn Blackburn Rovers á morgun.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 26 15 8 3 48 19 +29 53
2 Burnley 26 14 10 2 31 9 +22 52
3 Sheffield Utd 26 16 6 4 36 17 +19 52
4 Sunderland 25 13 8 4 38 22 +16 47
5 Middlesbrough 26 11 8 7 43 32 +11 41
6 West Brom 26 9 13 4 32 21 +11 40
7 Blackburn 25 11 6 8 28 23 +5 39
8 Bristol City 26 9 10 7 33 30 +3 37
9 Watford 25 11 4 10 35 36 -1 37
10 Sheff Wed 26 10 7 9 38 40 -2 37
11 Norwich 26 9 9 8 43 37 +6 36
12 Swansea 26 9 7 10 30 30 0 34
13 Millwall 25 7 9 9 24 23 +1 30
14 Preston NE 26 6 12 8 28 34 -6 30
15 Coventry 26 7 8 11 34 37 -3 29
16 QPR 25 6 11 8 27 33 -6 29
17 Oxford United 25 7 7 11 28 40 -12 28
18 Derby County 26 7 6 13 31 35 -4 27
19 Stoke City 26 6 9 11 24 32 -8 27
20 Luton 25 7 4 14 26 42 -16 25
21 Portsmouth 23 5 8 10 30 40 -10 23
22 Hull City 26 5 8 13 25 36 -11 23
23 Cardiff City 25 5 8 12 25 40 -15 23
24 Plymouth 25 4 8 13 24 53 -29 20
Athugasemdir
banner
banner
banner