Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fös 03. janúar 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea staðfestir að Anselmino sé mættur eftir lán
Aaron Anselmino.
Aaron Anselmino.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Aaron Anselmino hefur verið kallaður til Chelsea eftir lánsdvöl hjá Boca Juniors í heimalandi sínu, Argentínu.

Chelsea staðfestir þetta í morgunsárið.

Chelsea keypti Anselmino frá Boca síðastliðið sumar fyrir 15,6 milljónir punda en hann var lánaður strax aftur til Boca.

Anselmino, sem er 19 ára gamall, átti upphaflega að eyða heilu ári á láni hjá Boca en Chelsea hefur nú ákveðið að kalla hann til baka fyrir seinni hluta tímabilsins.

Hann er núna mættur til London þar sem hann mun reyna að venjast enska boltanum.

Argentínumaðurinn hefur spilað 18 leiki með Boca síðan hann samdi við Chelsea, skorað tvö mörk og gefið þrjár stoðsendingar.


Athugasemdir
banner
banner
banner