Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 10:46
Elvar Geir Magnússon
Slot spurður hvort hann myndi hvíla menn gegn Man Utd
Slot ætlar ekki að hvíla menn.
Slot ætlar ekki að hvíla menn.
Mynd: EPA
Trent spilar gegn Manchester United.
Trent spilar gegn Manchester United.
Mynd: EPA
Það búast langflestir við sigri Liverpool gegn Manchester United á sunnudag en gengi liðanna hefur verið gríðarlega misjafnt. Liverpool er í öflugri stöðu á toppnum en United í fjórtánda sæti, sjö stigum frá fallsæti.

Arne Slot, stjóri Liverpool, var hreinlega spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort hann gæti hvílt menn í leiknum en á miðvikudaginn leikur liðið undanúrslitaleik gegn Tottenham í deildabikarnum.

„Nei auðvitað munum við ekki hvíla menn. Í mínum huga hefur Manchester United miklu betri leikmenn en taflan segir. Þetta mun taka tíma fyrir Rúben Amorim en þeir eru miklu betri en taflan sýnir," sagði Slot en hann finnur til með kollega sínum.

„Stjórar finna til með hvor öðrum. Við vitum hversu mikil pressa fylgir þessu starfi. Hann gerði svo vel hjá Sporting og er með góðan leikmannahóp svo ég býst við því að á endanum nái hann því besta út úr mönnum."

Slot fór yfir stöðuna á sínum leikmannahópi. Joe Gomez verður frá næstu vikurnar. Conor Bradley og Ibrahima Konate eru að mæta aftur til æfinga svo það styttist í endurkomu þeirra.

Þá var Slot spurður að því hvort Trent Alexander-Arnold myndi spila á sunnudaginn. Hann er sterklega orðaður við Real Madrid.

„Hann mun spila á sunnudag og mun vonandi skila sömu frammistöðu og hann hefur gert síðustu sex mánuði. Hann átti magnaðan leik gegn West Ham. Hann leggur mikið á sig á æfingum á hverjum degi," svaraði Slot.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 19 7 8 4 28 25 +3 29
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 19 3 6 10 18 33 -15 15
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner