Ruud van Nistelrooy, stjóri Leicester, er sagður horfa til síns gamla félags, Manchester United, í leit að leikmönnum.
Van Nistelrooy var aðstoðarstjóri Man Utd fyrr á tímabilinu og stýrði liðinu í nokkrum leikjum eftir að Erik ten Hag var látinn fara.
Van Nistelrooy var aðstoðarstjóri Man Utd fyrr á tímabilinu og stýrði liðinu í nokkrum leikjum eftir að Erik ten Hag var látinn fara.
Hann tók svo við Leicester en liðinu hefur gengið illa að undanförnu og er í harðri fallbaráttu.
Líklegt er að liðið verði styrkt í janúar en Van Nistelrooy ætlar að reyna að nýta sambönd sín hjá Man Utd með því að fá leikmenn á láni.
Harry Amass, 17 ára gamall vinstri bakvörður, er leikmaður sem Leicester hefur áhuga á því að fá á láni frá Man Utd. Hann er afar efnilegur og hefur verið hluti af leikmannahópi United á tímabilinu en ekki spilað neitt.
Miðjumaðurinn Toby Collyer er líka leikmaður sem Van Nistelrooy væri til í að fá á láni samkvæmt enskum fjölmiðlum.
Leicester er sem stendur í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 14 stig.
Athugasemdir