Stuðningsmenn Manchester United eru margir ekki sáttir eftir að Luke Shaw, leikmaður liðsins, birtist í kjánalegu TikTok myndbandi ásamt Love Island stjörnunni Molly Mae.
Man Utd er að ganga í gegnum hræðilega tíma þessa stundina og er liðið bara í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. United er sem stendur í 14. sæti deildarinnar.
Man Utd er að ganga í gegnum hræðilega tíma þessa stundina og er liðið bara í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. United er sem stendur í 14. sæti deildarinnar.
Shaw hefur ekkert náð að hjálpa United á tímabilinu en hann er algjör meiðslapési.
Núna hefur Shaw farið í taugarnar á mörgum stuðningsmönnum Man Utd eftir að hann birtist í TikTok myndbandi á meðan félagið er í gríðarlegum vandræðum.
Daily Mail fjallar um málið og segir í grein miðilsins að margir stuðningsmenn United hafi lýst myndbandinu sem „vandræðalegu" fyrir Shaw.
Shaw hefur aðeins spilað 68 mínútur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem um ræðir.
Manchester United in the worst form of my lifetime and Luke Shaw is doing TikTok's with MollyMae ????????????pic.twitter.com/JHAECofqFr
— UnitedReds (@UnitedRedscom) January 2, 2025
Athugasemdir