KFA, Knattspyrnufélag Austfjarða, hefur samið við miðvörðinn Matheus Bissi.
Samningurinn gildir til næstu tveggja ára.
Samningurinn gildir til næstu tveggja ára.
Síðasta sumar léik hann með við Dalvík/Reyni í Lengjudeildinni og var þar kosinn leikmaður ársins.
Þar á undan lék hann með FK Atyrau í efstu deild í Kasakstan.
Bissi er 33 ára brasilískur Portúgali með gríðarlega reynslu á bakinu og hefur leikið í efstu deild bæði í Litáen og Kasakstan.
„KFA býður hann velkomin austur á firði," segir í tilkynningu félagsins.
KFA hafnaði í sjötta sæti 2. deildar á síðasta tímabili en liðið komst einnig alla leið í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins og tapaði þar gegn Selfossi.
Athugasemdir