Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Jón Þór: Vallarmálin á Akranesi mjög vandræðaleg og leiðinleg
Óskar Hrafn: Eru ekki einhver súkkulaði
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
   mið 05. mars 2014 10:30
Elvar Geir Magnússon
Alfreð Finnboga: Vonandi verður markaleikur
Elvar Geir Magnússon skrifar frá Cardiff
Alfreð hefur raðað inn mörkum í Hollandi.
Alfreð hefur raðað inn mörkum í Hollandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Æfingaleikir eru öðruvísi en keppnisleikir og maður veit ekki hvort þeir eru að fara að prófa eitthvað nýtt eða stilli upp sínu sterkasta liði," segir markahrókurinn Alfreð Finnbogason en Ísland mætir Wales í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld.

„Það kom fram á fundi hjá okkur að þeir halda ekki mjög oft hreinu og við skorum oft mörk svo vonandi verður þetta markaleikur."

Fótbolti.net ræddi við Alfreð eftir æfingu í gær og má sjá það viðtal í spilaranum hér að ofan. Hann hefur raðað inn mörkum fyrir Heerenveen í Hollandi.

„Það hefur gengið frábærlega á þessu tímabili og ég náð að vera mikilvægur fyrir liðið með því að skora mikilvæg mörk. Það er alltaf gott að skora og hjálpa liðinu um leið."

Alfreð er sífellt orðaður við lið í öðrum deildum Evrópu. Er þetta síðasta tímabil hans með Heerenveen?

„Það á bara eftir að koma í ljós. Ég ætla bara að njóta þess að vera þarna og spila í hverri viku."
Athugasemdir
banner
banner