City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
Ragnar Bragi: Gott svar við útreiðinni síðast
Rúnar Páll: Við fáum fjóra sénsa í viðbót
Rúnar Kristins: Þeir voru að berjast fyrir lífi sínu
Nadía: Við erum að vinna þannig það hlýtur að vera eitthvað
Guðni: Fyrir utan markaskorun þá var ekki mikill munur á þessum liðum
Sammy Smith: Vil vera hérna áfram
Ásgeir Helgi: Það var eins og við höfum verið eitthvað stressaðir
Davíð Smári: Öllu hugrakkara lið sem mætti í seinni hálfleik
Pétur hreinskilin: Mér fannst þetta lélegur leikur hjá okkur
Árni Guðna: Hrikalega ánægður með liðið í dag
Óskar Hrafn: Fáum vinnuvélarnar fyrst áður en við hugsum um það
Haraldur Freyr: Við hefðum getað tekið alla útaf
Jóhann Kristinn: Má ekki gerast aftur
Andri Rúnar: Nánast bensínlaus eftir snúninginn
Nik Chamberlain: Fáum vonandi fleiri en 127 á völlinn
35 ára bið á enda - „Búinn að vera draumur mjög lengi"
Þúsund sinnum merkilegra fyrir KA - „Svo tekur frændi bara Roland Eradze á 93."
Hans Viktor magnaður: Mjög ánægður með þessa ákvörðun
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Úr 1. deild að bikarmeistaratitli - „Geggjað að ná þessu áður en maður hættir"
   mið 05. mars 2014 10:30
Elvar Geir Magnússon
Alfreð Finnboga: Vonandi verður markaleikur
Elvar Geir Magnússon skrifar frá Cardiff
Alfreð hefur raðað inn mörkum í Hollandi.
Alfreð hefur raðað inn mörkum í Hollandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Æfingaleikir eru öðruvísi en keppnisleikir og maður veit ekki hvort þeir eru að fara að prófa eitthvað nýtt eða stilli upp sínu sterkasta liði," segir markahrókurinn Alfreð Finnbogason en Ísland mætir Wales í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld.

„Það kom fram á fundi hjá okkur að þeir halda ekki mjög oft hreinu og við skorum oft mörk svo vonandi verður þetta markaleikur."

Fótbolti.net ræddi við Alfreð eftir æfingu í gær og má sjá það viðtal í spilaranum hér að ofan. Hann hefur raðað inn mörkum fyrir Heerenveen í Hollandi.

„Það hefur gengið frábærlega á þessu tímabili og ég náð að vera mikilvægur fyrir liðið með því að skora mikilvæg mörk. Það er alltaf gott að skora og hjálpa liðinu um leið."

Alfreð er sífellt orðaður við lið í öðrum deildum Evrópu. Er þetta síðasta tímabil hans með Heerenveen?

„Það á bara eftir að koma í ljós. Ég ætla bara að njóta þess að vera þarna og spila í hverri viku."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner