Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   lau 03. október 2015 13:33
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Pétur Viðars fer frá FH - Á leið í nám
Pétur Viðarsson.
Pétur Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, er á förum frá liðinu en hann er á leið til Ástralíu í nám. Pétur átti fast sæti í liði FH og var valinn í úrvalslið tímabilsins á Fótbolta.net.

Pétur ætlaði upphaflega að fara í sumar í nám en hann frestaði því til að klára tímabilið með FH.

„Maður er loksins búinn með vetrarmánuðina og þetta er skemmtilegt á sumrin. Þá er ekki séns að fara," sagði Pétur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í dag.

„Ég fer út í febrúar og byrja námið þá. Í millitíðinni ætla ég að njóta þess að vera í þessum skemmtilega íslenska vetri."

Pétu reiknar ekki með að spila með FH-ingum á ný fyrr en í fyrsta lagi árið 2018.

„Ég er í mjög stuttu fríi á sumrin, það eru bara einhverjar sex vikur. Námið er tvö ár og ég stefni á að spila úti með skólanum. Ég er ekki búnin að plana hvað gerist eftir að námið er búið."

Pétur er í leikbanni í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag en FH mætir þar Fylki klukkan 14:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner