ÍBV spilaði æfingaleik við spænska C-deildarliðið Cartagena í morgun og tapaði með naumindum.
„Þetta var góður leikur. Þeir eru hörkulið og eru á toppnum í sínum riðli í C-deildinni á Spáni. Þeir voru mjög góðir, þetta er lið sem væri í topp fjórum í Pepsi-deildinni," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, við Fótbolta.net um leikinn.
„Við áttum nokkur dauðafæri og þeir líka. Við spilum leikinn heilt yfir fínt en við þurfum að halda boltanum betur. Þetta var góður leikur. Það voru mikil gæði í andstæðingnum og þá þurfum við að stíga upp og við gerðum það á köflum mjög vel."
„Þetta var góður leikur. Þeir eru hörkulið og eru á toppnum í sínum riðli í C-deildinni á Spáni. Þeir voru mjög góðir, þetta er lið sem væri í topp fjórum í Pepsi-deildinni," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, við Fótbolta.net um leikinn.
„Við áttum nokkur dauðafæri og þeir líka. Við spilum leikinn heilt yfir fínt en við þurfum að halda boltanum betur. Þetta var góður leikur. Það voru mikil gæði í andstæðingnum og þá þurfum við að stíga upp og við gerðum það á köflum mjög vel."
Þrír Íranir voru á bekknum hjá ÍBV í þessum leik, Irman og Eshan Sarbazi og Parsa Zamaniand. Þeir koma til með að vera í Vestmannaeyjum í sumar.
„Þeir koma úr sömu akademíu og Shahab. Þeir verða með okkur og KFS í sumar. Þetta er áframhaldandi samvinna við þessa akademíu sem þeir koma úr," sagði Kristján.
„Þeir koma til okkar til þessa að bæta sig sem fótboltamenn. Þeir senda þá til okkar til þess að við gerum þá betri."
„Einhverjir verða í KFS og kannski einhverjir með okkur. Þetta tekur tíma eins og sást með Shahab í fyrra."
KFS leikur í 4. deild.
Athugasemdir