Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fim 27. mars 2025 23:43
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfar hjá Fjölni og er í strandfótboltalandsliði Bandaríkjanna
Mynd: Fjölnir
Fjölnir greinir frá því að Gabriella Raji Batmani, kölluð Gabby, hafi verið ráðin til starfa sem markmannsþjálfari hjá félaginu.

Gabby, sem er með UEFA-C þjálfaragráðu auk markmannsþjálfaragráðu frá bandaríska fótboltasambandinu, er tekin til starfa með meistaraflokki, 2. og 3. flokkum kvenna auk þess að sjá um almenna þjálfun hjá 6. flokki kvenna.

Hún kemur til Fjölnis frá San Jose í Kaliforníu en hún er fyrrum atvinnumaður í fótbolta sem hefur leikið í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Ísrael, auk þess að vera partur af strandfótboltalandsliði Bandaríkjanna. Hún var einnig á samning hjá strandfótboltaliði Marseille.

Gabby er bandarísk og fékk félagaskipti til Þórs/KA í fyrra, án þess þó að spila leik.

Vinkona hennar og samlandi, Melissa Anne Lowder, varði mark Þórs/KA í fyrra og er liðsfélagi Gabby í strandfótboltalandsliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner