Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 12. júlí 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Davíð Atla spáir í 11. umferð í Inkasso-deildinni
Davíð Örn Atlason.
Davíð Örn Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Þorsteinn Þórðarson skorar þrennu samkvæmt spá Davíðs.
Þórður Þorsteinn Þórðarson skorar þrennu samkvæmt spá Davíðs.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Fyrri umferðinni í Inkasso-deildinni fer að ljúka en 11. umferðin hefst í kvöld.

Davíð Örn Atlason, leikmaður Víkings R, spáir í leikina að þessu sinni. Davíð skoraði glæsilegt mark í 3-2 sigri Víkings gegn Fylki í vikunni.

Hér að neðan er spá Davíðs.



HK 2 - 0 Haukar (19:15 í kvöld)
HK heldur áfram á góðu róli með Viktor Bjarka að dreifa spilinu.

Selfoss 3 - 1 Njarðvík (19:15 í kvöld)
Selfoss verið í miklu basli undanfarið en það er eitthvað sem segir mér að þeir nái fram sigri í þessum leik. Ondo skorar.

Víkingur Ó. 1 - 1 Fram (19:15 í kvöld)
Mikil refskák milli þjálfara liðanna. Taktískt 1-1 jafntefli.

Þróttur R. 1 - 3 ÍA (19:15 annað kvöld)
Skaginn er á leið í Pepsi deildina á ný. ÞÞÞ skorar þrennu en Viktor Jónsson fyrir Þrótt.

Leiknir R. 1 - 2 Þór (16:00 á laugardag)
Jónas Björgvin og Alvaro Montejo halda áfram að skora fyrir Þór og þeir klára þennan leik.

Magni 2 - 2 ÍR (16:00 á laugardag)
Mjög áhugaverður leikur og mikilvægur í fallbaráttunni. 2-2 jafntefli verður niðurstaðan.

Fyrri spámenn:
Björgvin Stefánsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Ásgeir Sigurgeirsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Gunnar Þorteinsson (3 réttir)
Gunnar Helgason (2 réttir)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner