ÍA tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki karla með 7-0 útisigri á Fylki í lokaleik mótsins í gær. ÍA og KR enduðu bæði með 42 stig í sumar en Skagamenn voru með mun betri markatölu.
Breiðablik var stigi þar á eftir en ÍA vann Blika 5-1 á útivelli fyrr í vikunni.
Breiðablik var stigi þar á eftir en ÍA vann Blika 5-1 á útivelli fyrr í vikunni.
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvö mörk fyrir ÍA í gær. Ísak er ennþá á yngri ári í 3. flokki en hann er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara ÍA.
Önnur mörk ÍA í gær skoruðu Bjarki Steinn Bjarkason, Ólafur Karel Eiríksson, Stefán Ómar Magnússon, Sigurður Hrannar Þorsteinsson og Þór Llorens Þórðarson.
Þetta er í fyrsta skipti í 13 ár sem ÍA landar Íslandsmeistaratitli í 2. flokki.
Þjálfarar liðsins eru Sigurður Jónsson og Elinbergur Sveinsson.
2. flokkur ÍA ljúka ótrúlegu tímabili með Íslandsmeistaratitli! Einnig má nefna að hluti þeirra skiluðu Skallagrím upp um deild og svo var Kári mjög nálægt því að komast upp í Inkasso. Framtíðin er björt á skaganum ef haldið er rétt á spilunum.
— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) September 20, 2018
Athugasemdir