Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. september 2018 07:47
Magnús Már Einarsson
ÍA Íslandsmeistari í 2. flokki karla
Íslandsmeistarar í 2. flokki.
Íslandsmeistarar í 2. flokki.
Mynd: ÍA
ÍA tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki karla með 7-0 útisigri á Fylki í lokaleik mótsins í gær. ÍA og KR enduðu bæði með 42 stig í sumar en Skagamenn voru með mun betri markatölu.

Breiðablik var stigi þar á eftir en ÍA vann Blika 5-1 á útivelli fyrr í vikunni.

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvö mörk fyrir ÍA í gær. Ísak er ennþá á yngri ári í 3. flokki en hann er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara ÍA.

Önnur mörk ÍA í gær skoruðu Bjarki Steinn Bjarkason, Ólafur Karel Eiríksson, Stefán Ómar Magnússon, Sigurður Hrannar Þorsteinsson og Þór Llorens Þórðarson.

Þetta er í fyrsta skipti í 13 ár sem ÍA landar Íslandsmeistaratitli í 2. flokki.

Þjálfarar liðsins eru Sigurður Jónsson og Elinbergur Sveinsson.

Athugasemdir
banner
banner
banner