Salah draumur Sáda - Man Utd og Chelsea vilja miðvörð Benfica - Gyökeres vill fylgja Amorim
   mið 17. maí 2006 23:00
Hafliði Breiðfjörð
Arnljótur Davíðsson æfir með Fram að nýju!
Arnljótur á æfingu hjá Fram í kvöld.
Arnljótur á æfingu hjá Fram í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Arnljótur Davíðsson fyrrum framherji Framara hefur hafið æfingar með liðinu að nýju en hann er 38 ára gamall og lék með U-23 ára liðinu er þeir burstuðu Selfoss 6-1 á Framvelli á mánudag. Hann er þó ekki viss um hvort hann muni spila með Fram í sumar en við höfðum samband við hann í kvöld og spurðum hann út í málið.

,,Það er ekkert ákveðið hvort ég spili með Fram í sumar, ég er bara að æfa aðeins með þeim," sagði Arnljótur í samtali við Fótbolta.net í gær og aðspurður út í leikinn með U-23 ára liðinu á mánudag sagði hann.

,,Það gekk prýðilega bara. Ég spilaði mestallan leikinn, náði ekki að skora en lagði eitthvað upp."

Arnljótur hefur ekkert spilað með Fram síðan árið 1998 þegar hann lék átta leiki í efstu deild. Alls hefur Arnljótur leikið þrjá landsleiki og skorað tuttugu mörk í 128 leikjum í efstu deild en hann viðurkenndi að það væri svolítið skrítið að snúa aftur til æfinga hjá liðinu átta árum síðar.

,,Það er svolítið skrýtið en það er gaman. Það er orðið svolítið vandaðri umgjörð hérna og í ýmsu í kringum þetta. Þetta var smá hugmynd sem kom upp hjá einhverjum stjórnarmönnum."

,,Ég var á árgangamótinu í Framheimilinu, svona reunion mót, og þá kom upp hugmynd að sprikla aðeins með meistaraflokknum og sjá svo hver staðan er. Þeim leyst ágætlega á formið á mér á þessu móti. Þetta er nú bara í ganni, sjá hvernig ástandið er og svo kemur framhaldið í ljós."


Arnljótur hefur lítið spilað fótbolta í þessi átta ár þó hann hafi eitthvað komið nálægt boltanum með því að spila með utandeildarliðum.

Hann sagði formið á sér vera prýðilegt í samtali við okkur í gær en hann hefur æft með liðinu í um viku.

Aðspurður hvort hann ætti von á að spila einhverja leiki með Fram í fyrstu deildinni í sumar sagði hann.

,,Ég er eiginlega ekkert búinn að ákeða það, ég er bara að æfa með þeim og sjá svo hvað setur. Það er gaman að æfa með þeim og sjá svona í hvaða standi maður er. Það er ekkert ákveðið samt."

Hér að neðan má sjá myndir af Arnljóti á æfingu hjá Fram í kvöld. Hægt er að smella á þær til að sjá þær stærri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner