Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. janúar 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Breiðablik fékk 200 milljónir í arf - Skiptist jafnt milli karla og kvennaliðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Breiðabliks fékk 200 milljónir króna í arf á síðasta ári en þetta kom fram í áramótakveðju félagsins í gær.

Í tilkynningu er þeirra Blika minnst sem féllu frá á liðnu ári en í þeim hópi eru starfsfólk, sjálfboðaliðar og stuðningsfólk félagsins. Þar er þeim þakkað fyrir óeigingjarnt starf í þágu knattspyrnudeildar Breiðabliks og sendar dýpstu þakkir til fjölskyldu þeirra.

Guðmundur Eggert Óskarsson, einn af stofnendum Breiðabliks, er einn þeirra sem lést árið 2020, þá 86 ára að aldri. Hann starfaði um árabil hjá Breiðabliki, meðal annars sem gjaldkeri og var gerður að sérstökum heiðursfélaga Breiðabliks árið 1990.

Tók hann þátt í margvíslegum félagsmálum í ungu og vaxandi bæjarfélagi Kópavogs en hann starfaði þá lengi hjá Kópavogskaupstað.

Guðmundur ánafnaði 200 milljónum króna til knattspyrnudeildar Breiðabliks í erfðaskrá sinni en þar var sérstaklega tekið fram að fénu yrði skipt jafnt á milli karla- og kvennadeildar félagsins.

Peningarnir verða nýttir til einstrakra verkefna og framþróunar í starfi Breiðabliks en þetta segir í tilkynningu Blika.

„Þessi rausnarlega gjöf mun nýtast deildinni til að efla starf knattspyrnudeildar, en ekki er gert ráð fyrir að fjármunirnir verði nýttir í beinan rekstur, heldur til einstakra verkefna og framþróunar á starfi knattspyrnudeildar Breiðabliks,“
Athugasemdir
banner
banner
banner