City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   sun 01. janúar 2023 11:33
Brynjar Ingi Erluson
Engin klásúla í samningi Ödegaard
Spænska félagið Real Madrid er ekki með kauprétt á norska miðjumanninum Martin Ödegaard.

Arsenal keypti Ödegaard frá Real Madrid fyrir rúmar 30 milljónir punda fyrir tveimur árum en sá hefur slegið í gegn hjá Lundúnarliðinu.

Spænska félagið er þekkt fyrir það að setja klásúlu í samninga hjá leikmönnum sem eru seldir og gefur þeim kost á að kaupa leikmennina fyrir ákveðna upphæð síðar.

Það er þó ekki dæmið með Ödegaard. Engin slík klásúla finnst í samningi hans og er hann sjálfur sagður ástfanginn af þeirri uppbyggingu sem er í gangi hjá Arsenal.

Hann kom fyrst á láni í janúar fyrir tveimur árum en Real Madrid vildi ekki selja hann um sumarið. Arsenal beið eftir rétta augnablikinu og náði loks samningum í lok ágúst.

Ödegaard hefur verið með bestu mönnum Arsenal síðan og á stóran þátt í því að liðið er með sjö stiga forystu á toppnum í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner