Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. janúar 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Enzo skrefi nær því að semja við Chelsea
Enzo Fernandez
Enzo Fernandez
Mynd: Getty Images
Það er útlit fyrir að argentínski miðjumaðurinn Enzo Fernandez gangi í raðir Chelsea í janúarglugganum.

Chelsea og Benfica hafa verið í viðræðum Enzo síðustu daga til að ákveða það hvernig enska félagið vill greiða fyrir leikmanninn.

Enska félagið gæti auðvitað virkjað ákvæðið og sleppt viðræðum við Benfica en þá þyrfti að berast eingreiðsla upp á 120 milljónir evra.

Því er Chelsea að ræða við Benfica um kaup á leikmanninum en það gæti farið svo að félagið greiði meira en riftunarákvæðið segir til um eða í kringum 130 milljónir evra.

Portúgalskir miðlar greina frá því að Enzo sé nú skrefi nær því að ganga í raðir Chelsea og að félögin séu að nálgast samkomulag, en það er vonast til þess að hann verði orðinn leikmaður Chelsea í næstu viku.

Enzo var besti ungi leikmaður heimsmeistaramótsins í Katar er Argentína varð heimsmeistari en hann er aðeins búinn að eyða hálfu ári hjá Benfica eftir að hafa verið keyptur til félagsins frá River Plate fyrir 10 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner