Kylian Mbappe, leikmaður Paris Saint-Germain og franska landsliðsins, skoraði flest mörk fyrir félagslið og landslið á síðasta ári en það er óvænt nafn sem tekur fjórða sæti listans.
Mbappe skoraði 56 mörk í jafnmörgum leikjum með PSG og franska landsliðinu.
Hann er því markahæsti leikmaður ársins en hann kemst þó ekki nálægt meti liðsfélaga hans, Lionel Messi, sem skoraði 91 mark árið 2012.
Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, kemur næstur á eftir Mbappe með 46 mörk í 43 leikjum og þá er Robert Lewandowski í þriðja sæti með 42 mörk í 51 leik.
Óvæntasta nafnið á þessum fjögurra manna lista er Mehdi Taremi, leikmaður Porto og íranska landsliðsins, en hann skoraði 37 mörk í 51 leik.
Mbappé top dog in 2022.
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) December 31, 2022
56 in 56. What a player ????#UCL @KMbappe pic.twitter.com/CeqnO6Qj5z
Athugasemdir