City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   sun 01. janúar 2023 14:18
Brynjar Ingi Erluson
„Rashford hefur komið mér verulega á óvart"
Marcus Rashford er að eiga gott tímabil
Marcus Rashford er að eiga gott tímabil
Mynd: EPA
Enski framherjinn Marcus Rashford hefur komið Casemiro verulega á óvart á þessu tímabili en þetta segir hann í viðtali við DAZN.

Casemiro kom til Manchester United í sumar frá Real Madrid en hann hefur verið fljótur að koma sér inn í hlutina hjá enska félaginu.

Rashford átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð en er nýr leikmaður undir stjórn Erik ten Hag.

Hann hefur skorað sex mörk í sextán leikjum og lagt upp þrjú, en hann er einn af þeim leikmönnum sem hafa komið Rashford mest á óvart.

„Ég ætla að vera hreinskilinn við þig. Rashford hefur komið mér verulega á óvart. Nú þekki ég hvernig hann er utan vallar og það er mín skoðun að þegar honum gengur vel þá getur hann verið einn af fimm bestu leikmönnum heims,“ sagði Casemiro við DAZN.

„Hann hittir boltann á einhvern ótrúlegan hátt. Hann er með styrk og mjög snöggur. Hann er klókur í spili og er einn af þeim leikmönnum sem hafa komið mér mest á óvart.
Athugasemdir
banner
banner
banner