Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. janúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Reiknar með að Caicedo og Mac Allister verði hjá Brighton út þessa leiktíð
Mynd: EPA
Miðjumennirnir Alexis Mac Allister og Moises Caicedo verða áfram hjá Brighton út þessa leiktíð en þetta segir Paul Barber, framkvæmdastjóri félagsins, í viðtali við Express.

Stærstu félögin í ensku úrvalsdeildinni horfa nú til Brighton í leit að styrkingu á miðsvæðinu.

Brighton er með tvo af eftirsóttustu miðjumönnum deildarinnar í augnablikinu í þeim Moises Caicedo og Alexis Mac Allister.

Báðir hafa verið að spila mikilvægt hlutverk hjá Brighton en Mac Allister var í stóru hlutverki hjá argentínska landsliðinu sem varð heimsmeistari í síðasta mánuði.

Liverpool er að skoða þann möguleika að sækja Caicedo á meðan Arsenal, Chelsea og fleiri félög eru á eftir Mac Allister. Það er þó enginn möguleiki á að það gerist í þessum mánuði.

„Í hinum fullkomna heimi þá mun hópurinn okkar, sem hefur aldrei verið betri, haldast sá sami út þennan mánuð og við munum fara inn í seinni hluta tímabilsins með sama hóp,“ sagði Barber.

„Næstu 30 dagar verða óútreiknanlegir og við munum eiga við það sem kemur á borð til okkar, en við erum ekki að fara bjóða leikmenn út,“ sagði hann enn fremur.

Barber staðfesti þá að félaginu hafi ekki borist tilboð í Caicedo og Mac Allister.

„Nei og við viljum það ekki. Við erum ánægðir eins og við erum og reynum að vera það eins lengi og hægt er. Við erum samt sem áðir raunhæfir,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner