Dani Alves, leikmaður Pumas í Mexíkó, er til rannsóknar hjá lögreglunni í Barcelona, en hann er sakaður um kynferðislegt ofbeldi gagnvart konu á skemmtistað í borginni. Þetta kemur fram í miðlinum ABC.
Brotið var tilkynnt til lögreglu snemma á föstudagsmorgun en þá hafði sá grunaði þegar yfirgefið skemmtistaðinn.
Konan fullyrti á vettvangi að Dani Alves hefði brotið á sér en leikmaðurinn hefur neitað sök í málinu.
Lögreglan í Barcelona á enn eftir að yfirheyra Alves vegna málsins og þá á konan eftir að mæta í skýrslutöku á lögreglustöðinni. Ekki er búið að kæra í málinu.
Sakar hún Alves um að hafa farið inn á sig á staðnum og hafi hún strax leitað til öryggisvarða sem fóru með hana á öruggan stað áður en hringt var í lögreglu.
Alves, sem er 39 ára gamall, varð í síðasta mánuði sá elsti til að spila fyrir Brasilíu á HM.
Athugasemdir