Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. janúar 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Thuram fæst á tombóluverði
Marcus Thuram
Marcus Thuram
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Marcus Thuram gæti yfirgefið Borussia Monchengladbach í janúar og það fyrir litlar 12 milljónir evra en þetta segir þýski miðillinn Bild.

Thuram, sem er 25 ára gamall, verður samningslaus eftir tímabilið og stendur ekki til að framlengja við félagið.

Hann er með 14 mörk og 3 stoðsendingar í 17 leikjum á þessu tímabili en Chelsea og Manchester United eru bæði áhugasöm um franska framherjann.

Gladbach er reiðubúið að selja hann í janúar fyrir litlar 12 milljónir evra í stað þess að missa hann frítt í sumar.

Thuram kom af bekknum í fjórum leikjum Frakklands á HM og lagði upp tvö mörk, þar af eitt í úrslitaleiknum gegn Argentínu.
Athugasemdir
banner
banner